Mál með vexti....

Um daginn rakst ég á vinkonu vinkonu minnar  sem að er fréttastjóri á blaðinu og hún spurði mig hvernig gengi að flytja. Ég sagði það ganga ágætlega, nema hversu erfiðlega gengi öðlast "eðlileg" réttindi sem almennur íslendingur. Rakst ég á það þegar dóttir mín, sem er að verða 7 ára, þurfti að fá stuðningsskó og innlegg auk sjúkraþjálfunnar vegna þess hve laus hún er í öllum liðum. Kom í ljós að það tekur 6 mánuði fyrir fjölskyldu okkar að verða sjúkratryggð á Íslandi eftir svona langa dvöl erlendis. Ég reddaði E104 vottorði eins og mér var sagt og er það nú allt í vinnslu. vona bara að biðin verði styttri en 6 mánuðir. Ég byrja að vinna núna 1. september eftir sumarprófin og ákvað að leita þess réttar míns að fá atvinnuleysisbætur fram að 1. september vegna þess að ég er ekki á námslánum í sumar. En neibb.... engar bætur. Fannst mér það líka frekar fúlt vegna þess að ég hef verið í 100% námi og/eða vinnu og seinustu ár. Ég hef stundað nám við FÁ og KHÍ í fjarnámi og oft á tíðum meira en 100% nám vegna þess að ég var að reyna að ná stúdentnum á sem styðstum tíma til að komast inní Kennó. En þrátt fyrir það að ég var í skóla á Íslandi þá hafði ég engin réttindi til bóta í þessar 6 vikur. Svo sagði ég henni frá því að þær konur sem að eru ófrískar eða í fæðingarorlofi og flytjast heim eftir lengri eða styttri búsetu í Danmörku hafa ekki rétt til fæðingarorlofs, þær verða bara að éta það sem úti frýs.Hún dreif upp penna, sagðist ætla að láta blaðamann hringja í mig og VOLA! viðtal í Blaðinu. Það er nú svolítið skondið að lesa umræðuna á mbl.is um þessa frétt. Flestir telja mann einstæða móður, sem er svosem engin skömm af, nema það að ég er hamingjusamlega gift núna á annað ár. Eiginmaðurinn var bara í vinnunni og gat því ekki verið með á myndinni.

Margir telja mann vera að mjólka kerfið eins og það kallast. Sumir án þess að eiga efni á því að mér vitandi. Aðrir segja að maður ætti að fá sér vinnu og vera fyrirmynd barna minna, en ég tel mig vera það með því að kenna þeim að leita réttar síns þegar þau þurfa þess og taka ekki öllu þegjandi.

Meira hvað maður verður auðvelt skotmark fyrir geðvonsku annara ef maður gerir eitthvað annað en að þegja. Kannski ekki nema von að svona er kerfið. Enginn þorir að segja neitt.

En svo má ekki gleyma þeim fjölmörgu tölvupóstum sem að ég hef fengið í dag þar sem fólk hefur sömu sögu að segja og margir vilja leiðbeina manni og hjálpa. En ég held ég þrauki og snýði stakk eftir vexti eins og ég hef þurft að gera sem fátækur námsmaður í útlöndum:)

Núna hringja ættingjar og vinir og fréttu af því í blaðinu að ég væri ófrísk. hahhaha.... En það er víst stæðsti misskilningurinn.

Hef annars fátt út á Ísland að setja, en lengi má gott batna...

Velkomin heim. 
mbl.is Réttindalaus eftir dvöl erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin í netsamband.... loksins

Komin til landsins, komin með nettengingu og nú er bara að byrja að blogga eins og sannur Íslendingur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband